Þrjú frá Íslandi titluð “TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz 2023”

 

BJARNI DANÍEL (26), JUNIA LIN (24), OG SÓLVEIG MATTHILDUR (29) HLJÓTA “TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz” VIÐURKENNINGU

VERÐLAUNAAFHENDING Á BY:LAM TÓNLISTARHÁTÍÐINNI ÞANN 14. SEPT 2023

 

Í dag birta útflutningsskrifstofur Norðurlandana NOMEX, sjötta stærsta tónlistarmarkaðs heims, lista yfir “Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz” eða þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Það eru þau Bjarni Daníel Þorvaldsson, Junia Lin Jónsdóttir og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir sem fara frá Íslandi að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í næsta mánuði. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN fer út með hópnum. 

Það sem er einkar ánægjulegt er hve ólík íslensku verðalaunahafarnir eru í ár, en þau koma úr mjög ólíkum áttum. Bjarni Daníel er einna þekktastur fyrir störf sín í listasamfélaginu Póst Dreifingu, Junia Lin starfar hjá Universal í London ásamt því að sjá um kynningarmál fyrir tvíburasystir sína Laufeyju sem hefur gjörsamlega sprungið út sem alþjóðleg stjarna, og að lokum Sólveig Matthildur en velgengni sveitar hennar Kælunnar Miklu hefur vakið athygli báðum megin Atlantshafsins undanfarin misseri.

Bjarni Daníel Þorvaldsson, 24 

Bjarni Daníel hefur verið áberandi rödd Post-Dreifingar, sem eru lauslega skilgreint listasamlag úr hinni kröftugu grasrótarsenu Reykjavíkur sem farin er að hljóta alþjóðlega athylgi og viðurkenningu fyrir tilraunakennda nálgun á tónlistarútgáfu og róttæk sjónarmið. Bjarni Daníel er til að mynda lagasmiður fjölmargra hljómsveita innan hreyfingarinnar, eins og Supersport!, Skoffín og fleiri. Hann hefur jafnframt vakið athygli hér á landi sem dagskrárgerðarmaður hjá íslenska ríkisútvarpinu, en þar hefur hann meðal annars umsjón með þættinum Ólátagarður á Rás 2 þar sem spiluð er íslensk grasrótartónlist og henni gerð skil. 

 
 

Junia Jónsdóttir, 24 

Junia er listrænn stjórnandi og samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Universal Music Group í London, Bretlandi. Junia Jónsdóttir fæddist í tónlistarfjölskyldu í Reykjavík og ólst upp við að spila klassíska fiðlu með það að markmiði að verða atvinnutónlistarmaður. Hins vegar þegar hún útskrifaðist úr menntaskóla, valdi Junia að fara í háskólann í St Andrews, þar sem hún lærði hagfræði, alþjóðasamskipti og tónlist, útskrifaðist árið 2022. Junia hefur starfað sem listrænn stjórnandi og umsjónarmaður samfélagsmiðla fyrir listakonuna Laufey í næstum tvo ár. Auk vinnu sinnar með Laufeyju hefur Junia einnig unnið með listamönnunum Matildu Mann og Cian Ducrot til að efla og betrumbæta viðveru sína á samfélagsmiðlum. Junia gekk nýlega til liðs við Universal Music Group til að vinna í Brand Partnerships, þar sem hún hefur unnið með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims, og staðið fyrir alþjóðlegum herferðum með tónlistarfólki eru á lista UMG.

Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, 29 

Sólveig Matthildur er frumkvöðull og tónlistarkona, einna þekktust sem einn af þremur meðlimum hljómsveitarinnar Kælan Mikla. Þátttaka hennar nær lengra en að vera flytjandi – hún stjórnar einnig tónleikaferðalögum og hefur umsjón með verkefnum fyrir hljómsveitina. Þessi praktíska reynsla kveikti ástríðu hennar fyrir tónlistarbransanum og í gegnum árin hafa margvísleg hlutverk komið Sólveigu á framfæri sem kanóna í íslensku tónlistarlífi. Hún hefur stofnað viðburðarstjórnunarfyrirtækið Hið Myrka Man um tvítugt og árið 2017 tónlistartímaritið Myrkfælni sem var vettvangur fyrir grasrótartónlist, en bæði unnu með það að markmiði að dreifa íslenskri tónlist fyrir breiðari markhópi. 

Sólveig hefur jafnframt starfað hjá kanadísku plötuútgáfunni Artoffact Records og í seinni tíð hjá ÚTÓN þar sem reynsla hennar á útflutningi á Kælunni Miklu nýttist mjög vel við að aðstoða aðrar íslenskar sveitir við að koma sér á framfæri alþjóðlega. 

UM VERÐLAUNIN

Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofa hennar á Norðurlöndunum, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway, og eru sett á laggirnar til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins. Viðurkenning þessi er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlistargeiranum og varpar ljósi á störf þeirra og gefur þeim tækifæri til að auka tengslanet sitt.

2023 Nordic Music Biz Top 20 Undir 30 verðlaunahafarnir voru valdir af dómnefnd út frá ýmsum forsendum, þar á meðal vöxt verkefnis, viðurkenningu iðnaðarins, áhrif, listrænan vöxt, nýsköpun, tekjur, sýnileika herferða og umfjöllun. Í ár sátu í dómnefnd fyrir hönd Íslands þau Ása Dýradóttir (Tónlistarborgin Reykjavík), Soffía Kristín Jónsdóttir (Iceland Sync) og Unnsteinn Manuel Stefánsson (101 Productions) en þau tvö síðarnefndu hafa einmitt hlotið þessa viðurkenningu sjálf fyrir vel unnin störf á sínum sviðum. 

Frá hinum Norðurlöndunum sátu í dómnefnd
DK: Anja Pil Christoffersen (Playback Studio), Nis Bysted (ESCHO) Eva Frost (Umboðsmaður). –– SE: Marie Dimberg (Dimberg Jernberg Management) Jael Steinberg (Universal Music Sweden) Love Lagerberg (Luger). –– FI: Eero Jääskeläinen (Allas Sea Pool), Jannika Hovinen (All Day Management), Minna Koivisto (Universal Music Finland) ––NO: Johanna Alem (Universal Music Norway), Kedist Bezabih (Goodlive Artists), Viljar Siljan (Blu Perspective Management). 

Aðrir Top 20 Under 20 Sigurvegarar 2022: 

DANMÖRK

  • Albert F. Helmig (25) - General Manager and head of booking at Aarhus Volume & Volume Village Booker and Project Coordinator at SPOT festival. 

  • Daniel Engholt Carlsen (30) - Product Manager (United Records/Stellar Records)

  • Domi Sudziarski (28) - Label Manager & Marketing, Prime Collective


  • Emilie Pil (29) Founder, FRIDAY management

  • Nanna Ruus (26) - Booker and creative producer at ALICE, Founder at Whirligig

FÆREYJAR

  • Marianna Winter (23) - A&R, TUTL

FINNLAND

  • Laura Jonsson - Promotion Manager & Head of Export, PME Records

  • Leo Tynkkynen - Head of International, Warner Music Finland

  • Lilli Keh - CEO and Artist Manager, All Day Manager

NOREGUR

  • Aldin Duratovic (28) - Founder & Manager at Get FAT. Music Group

  • Dennis Kiil (25) - Founder, Kiil Management

  • Mina Ingebretsen (29) - International Export Manager, Universal Music Norway

  • Peder Benjamin Hagen (27) - Founder Major Mgmt & Booking agent, United Stage

SVÍÞJÓÐ

  • Filip Hiltmann (30) - Senior Marketing Manager, Luger

  • Helia Hole (26) - Operation Coordinator, Popkollon

  • ​​Leroy Junior Joweiham (25) - A&R Manager, Sony Music Publishing Scandinavia

  • Meron Kirubel (28) Editor & Label Relations, Apple Music & Podcasts Nordics 

Iceland Music