ÚTÓN heldur utan um Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar út árið 2023

Nýverið samþykkti Alþingi frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um fyrstu heildarlöggjöfina um tónlist á Íslandi. Á grundvelli laganna verður til nýr tónlistarsjóður með sameiningu núverandi Tónlistarsjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Hlutverk hins nýja sjóðs verður að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í íslenskum tónlistariðnaði og verður hann í umsýslu nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Sjóðurinn mun skiptast í fjórar deildir, þróun og innviði, frumsköpun og útgáfu, lifandi flutning og útflutning.

Gert er ráð fyrir að Tónlistarmiðstöð hefji störf í byrjun árs 2024 og hefur ráðuneytið samið við ÚTÓN um umsýslu útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar út árið 2023.

Úthlutanir Útflutningssjóðs verða því áfram með óbreyttum hætti út árið 2023, en það þýðir að veittir verða ferðastyrkir mánaðarlega frá 1. júlí út 1. desember. Tvær úthlutunir til markaðsstyrks eru því eftir á árinu, en umsóknir fyrir markaðsstyrki þurfa að berast FYRIR 1. ágúst og 1. nóvember.

Iceland Music