Síðasti séns að sækja um að spila á Tallin Music Week 2023
Showcase hátíðin Tallin Music Week mun fara fram 11.-13. maí 2023 en umsóknarfrestur fyrir íslenskt tónlistarfólk að sækja um að spila á hátíðinni er til 12.desember næstkomandi.
Tallin Music Week
Tallinn Music Week (TMW) er ein vinsælasta nýja tónlistar- og borgarmenningarhátíðin í Evrópu, og er að verða lykilviðburðir fyrir fagfólk í tónlist og menningariðnaðinum. Hátíðin hefur verið haldin árlega í höfuðborg Eistlands, Tallinn síðan 2009 en hún samanstendur af þremur aðaldagskrárþáttum: showcase hátíð, tónlistariðnaðarráðstefnu og borgarhátíð.
TMW býður gestum upp á fjölþættar tónlistarstefnur frá allri Evrópu og víðar á bestu tónleikastöðum Tallinn. Tónlistarprógramm TMW er þekkt fyrir djarfa blöndu af einstökum hæfileikum, frá því tilraunakennda yfir í klassíkina. Breitt teymi eistneskra og alþjóðlegra fagaðila fer yfir umsóknir og setur dagskránna saman fyrir um 15.000 gesti og 1.000 fagfólk í tónlistarbransanum víðsvegar að úr heiminum.
Frekari upplýsingar má finna á https://tmw.ee/artist-applications
Showcase hátíðir
Showcase hátíðir (e. faghátíðir) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru fagfólk úr tónlistarbransanum og þær geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.
Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready)
ÚTÓN hvetur íslenskt tónlistarfólk endilega til að sækja um. Ekki hika við að hafa samband við starfsfólk ÚTÓN vanti ykkur svör eða aðstoð.