Opið fyrir tilnefningar til "The Nordic Music Biz Top 20 under 30"
Verðlaunin eru samstarfsverkefni fimm norrænna útflutningsskrifstofa í tónlist: ÚTÓN, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway. Verðlaunin eru veitt 20 aðilum undir 30 ára aldri sem hafa skarað fram úr í að styðja við framdrátt norrænnar tónlistar á alþjóðavettvangi.
Verðlaunin eru ætluð tónlistarbransafólki, fólkinu á bakvið tjöldin, sem geta verið allt frá umboðsmönnum til tónlistarforleggjara til tónleikaskipuleggjenda.
Upplýsingar um vinningshafa fyrri ára má finna hér >>
Sem dæmi um íslenska vinningshafa má til dæmis nefna þau Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Iceland Sync, Anna Ásthildur Thorsteinsson hjá Iceland Airwaves, Sigríður "Sigga" Ólafsdóttir hjá SÓNAR og Unnsteinn Manuel Stefánsson Label Manager Les Fréres Stefson.
Opið er fyrir tilnefningar til 10. maí.
Hver sem er getur sent inn tilnefningu og mun dómnefnd fara yfir innsendar tilnefningar. Dómnefndir eru skipaðar af útflutningsskrifstofum í hverju landi fyrir sig og koma þær allar að vali á verðlaunahöfum.
Verðlaunin verða veitt á tónlistarhátíðinni By:Larm í haust við hátíðlega athöfn.
Sendu inn tilnefningu í gegnum Google Form-ið sem er linkað. Allar upplýsingar snúa að aðilanum sem tilnefna á. Ekki þarf að taka fram hver sendir inn tilnefninguna.