Metaðsókn hjá Coffee with the Nordics með INNI Music

Síðastliðinn fimmtudag hélt ÚTÓN sem hluti af norrænni viðburðarseríu, “Coffee with the Nordics” viðburð með INNI Music þar sem fjallað var um hvering koma má tónlist í kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hrefna Helgadóttir, nýráðinn verkefnastjóri kynningarmála hjá ÚTÓN, ræddi við þá Atla Örvarsson og Colm O’Herlihy, stofnendur INNI Music.

Vegna fjölda fyrirspurna höfum við nú gert pallborðsumræðurnar aðgengilegar á YouTube, en þess má geta að metaðsókn var á þennan viðburð.

Tilgangur seríunnar er að gera vinnuna sem á sér stað á bak við tjöldin í tónlistarbransanum aðgengilega fyrir tónlistarfólk, bransafólk og áhugafólk um tónlistariðnaðinn.

Á síðu NOMEX má finna aðra viðburði seríunnar >>

INNI Music einbeita sér fyrst og fremst að tónlistarforlagningu (e. publishing) fyrir tónskáld og pródúsenta en þetta er lykilskref í ferlinu að skapa tækifæri til að koma tónlist í kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Tónsetning af þessu tagi er annað hvort að koma stöku lag (e. sync) i í umferð eða að semja stemningstónlist fyrir þá kvikmynd eða þætti sem við á (e. score).

INNI Music var stofnað fyr­ir tveim­ur árum og er fyrsta ís­lenska fyr­ir­tækið sem sér­hæf­ir sig á þessu sviði, sem tón­listar­for­leggj­ari og á m.a. í sam­starfi við tón­listarverkefni á borð við Ami­inu, Sin Fang, Skúla Sverris­son, Kára Ein­ars­son, Ayiu, múm og Úlf Hans­son.

Screenshot 2021-04-20 at 12.45.48.png
Iceland Music