Takk fyrir okkur! ÚTÓN x Airwaves Pro
ÚTÓN kom víða við á nýafstaðinni Airwaves hátíð og ráðstefnu
Tengjumst!
Sem samstarfsaðili að Airwaves Pro ráðstefnunni hélt ÚTÓN tvo tengslamyndunarfundi fyrir íslenskt tónlistarfólk og fagaðila úr tónlistarbransanum, þar sem fólk hittist á 10 mínútna Speed dating fundum. Það var góð mæting á þessa fundi frá báðum hliðum og mynduðust margar góða tengingar
Vinnustofur
Við héldum einnig fjórar hlustunar vinnustofur fyrir með erlendum tónlistarstjórum í samstarfi við STEF. Þar gafst íslensku tónlistarfólki tækifæri til að bera tónlist sína undir alþjóðlega tónlistarstjóra (e. music supervisors) sem hlustuðu á tóndæmi frá þeim og gáfu þeim ráðleggingar
Firestarter
Teymin sex sem tóku þátt í Firestarter tónlistarhraðlinum, sem ÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík og Icelandic Startups stóðu að með stuðningi frá Samtón, Senu Live og Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, kynntu fyrirtækin sín og svöruðu spurningum sérfræðinga sem sátu í pallborði
Hljóðver skoðuð
Við fórum við með vel valinn hóp af tónlistar fagfólki og erlendum blaðamönnum að skoða hljóðver í tengslum við Record in Iceland verkefnið
Record in Iceland
Record in Iceland verkefnið var einnig kynnt fyrir ráðstefnugestum á Airwaves Pro
Afmælisbrunch Ja Ja Ja
Að lokum var haldinn afmælis Ja Ja Ja brunch á skrifstofu ÚTÓN. Þar mættu norrænir tónlistarfagaðilar og íslensk tónlistarfyrirtæki og listamenn