Sæktu um að spila á Reykjavik Calling í N-Ameríku
Reykjavik Calling eru tónleikar sem fram fara í tengslum við Taste of Iceland menningarkynninguna sem fram fer í 5 borgum í Bandaríkjunum og Kanada vor og haust, ár hvert. Lokapunkturinn á þessari vikulegri dagskrá eru Reykjavik Calling tónleikarnir en ÚTÓN hefur komið að því að vinna með listamönnum að þvi að bjóða fólki úr tónlistargeiranum á tónleikana og tengslamyndunarfundi.
MAMMÚT, Kælan mikla, Ásgeir Trausti, Retro Stefson og Sóley eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa spilað á Reykjavik Calling.
Við bjóðum tónlistarfólki sem er nú þegar að vinna á Norður-Ameríkumarkaði eða hefur hugsað sér að gera það að sækja um að spila á þessum tónleikum. Meiri upplýsingar og umsóknarform má finna hér
Umsóknarfrestur er til 15.des
MAMMÚT að spila á Reykjavik Calling í Seattle