Jólakveðja frá ÚTÓN!

Kæru vinir fjær og nær.

Þetta hefur verið spennandi ár með mikilli grósku í tónlistarlífinu svo og nýjum verkefnum hjá okkur, þá er bæði að nefna Firestarter hraðalinn og Record in Iceland, sem á vonandi eftir að skapa frekari hreyfingu á tónlistargeiranum á Íslandi og allskonar verkefni í hljóðverin. Svo erum við mjög hreykin af því að hafa bætt kolefnissporið okkar með tveimur gróðursetningarferðum upp að Heklurótum síðasta vor sem skildu eftir sig 18000 tré.

Sum þeirra verða eflaust að jólatrjám í framtíðinni.

Það eru líka sprotar að spretta upp í tónlistarflórunni, bæði frábær tónlistarverkefni og lítil fyrirtæki sem eiga eftir að dafna og bera ávöxt.

Þess má líka geta að í ár spilaði íslenskt tónlistarfólk yfir 1100 tónleika í meira en 40 löndum!

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár frá okkur öllum á ÚTÓN 🎄

Jólasveinar kíktu í heimsókn

Jólasveinar kíktu í heimsókn

Iceland Music