Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir sjónvarpsþættina Chernobyl

Árið hefur byrjað mjög vel fyrir Hildi Guðnadóttur sem bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn þegar hún vann Gram­my-verð­laun fyrir að gera tón­list­ina við sjón­varps­þætt­ina Cherno­byl. 

Hildur varð fyrsta konan til að vinna ein Golden Globe verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Ekki nóg með það þá vann hún verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir tónlistina í Joker og á World Soundtrack Awards var hún valin sjónvarpsskáld ársins.

Þann 9. febrúar næstkomandi kemur svo í ljós hvort hún hljóti Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í Joker og í byrjun febrúar verða Bafta-verðlaunin afhend þar sem Hildur er tilnefnd.

Iceland Music