Styrkjafræðsla
Styrkir fyrir tónlistarmenn
Fræðslukvöld ÚTÓN
Tónlistarklasanum, Laugavegi 105. Kl. 17:00-18:00 23. janúar.
Signý Leifsdóttir, nýr verkefnastjóri ÚTÓN, mun halda kynningu á styrkjum sem íslenskir tónlistarmenn geta sótt í.
Farið verður yfir eftirfarandi þætti:
Listi yfir styrki og sjóði fyrir íslenska tónlistarmenn
Hvernig skrifar maður góða umsókn?
Hvað ber að varast?
Hvað þarf að gera ef þú færð styrk?
Nokkur góð ráð um fjárhagsáætlanir
Signý hefur mjög víðtæka þekkingu á styrkjaumhverfinu og hefur sótt um og fengið mjög marga styrki. Signý starfar sjálfstætt sem menningarstjórnandi og er núna í verkefni hjá ÚTÓN, en Signý kennir einnig verkefnastjórnun í Listaháskóla Íslands. Hún var áður framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar.