Styrkjafræðsla

Styrkir fyrir tónlistarmenn 

Fræðslukvöld ÚTÓN 

Tónlistarklasanum, Laugavegi 105. Kl. 17:00-18:00 23. janúar.

Signý Leifsdóttir, nýr verkefnastjóri ÚTÓN, mun halda kynningu á styrkjum sem íslenskir tónlistarmenn geta sótt í. 

Farið verður yfir eftirfarandi þætti:

  • Listi yfir styrki og sjóði fyrir íslenska tónlistarmenn

  • Hvernig skrifar maður góða umsókn?

  • Hvað ber að varast?

  • Hvað þarf að gera ef þú færð styrk?

  • Nokkur góð ráð um fjárhagsáætlanir

Signý hefur mjög víðtæka þekkingu á styrkjaumhverfinu og hefur sótt um og fengið mjög marga styrki. Signý starfar sjálfstætt sem menningarstjórnandi og er núna í verkefni hjá ÚTÓN, en Signý kennir einnig verkefnastjórnun í Listaháskóla Íslands. Hún var áður framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar.

Iceland Music