Fræðslukvöld ÚTÓN - Vegvísir um erlenda markaði

Fræðslukvöld ÚTÓN - Vegvísir um erlenda markaði

Fimmtudagur 6. febrúar kl. 17:00

Ert þú tónlistarmaður og vilt kanna þá möguleika sem í boði eru til að komast inn á erlenda markaði? Þá gæti þetta fræðslukvöld nýst þér vel. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN mun halda kynningu á vegvísinum sem er nokkurs konar handbók um helstu tónlistarmarkaði heims auk Norðurlandanna. Hér má nálgast upplýsingar um lykilfjölmiðla, fagaðila og tónlistarhátíðir á þessum mörkuðum. Vegvísirinn var unnin af Nordic Music Export (NOMEX) í samstarfi við allar útflutningsskrifstofur Norðurlandanna.

Iceland Music