Mikil ásókn í markaðsstyrki
Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar var með aukaúthlutun á markaðsstyrkjum í byrjun desember en um var að ræða stærstu úthlutun ársins í markaðsstyrkjum þar sem 5 milljónum var úthlutað til 11 tónlistarverkefna. Mikil ásókn var í sjóðinn og heilmikið af frambærilegum umsóknum sem bárust en líkt og vera vill með samkeppnissjóði var einungis hægt að styrkja hluta umsækjenda.
Þau verkefni sem hlutu markaðsstyrki að þessu sinni voru:
Aron Can
Bang ehf
GREYSKIES
Hugar
Kaktus Einarsson
Margrét Rán
Mikael Máni
Moses Hightower
Red Riot
Stúdíó Suðurá
Tonik Ensemble
Við óskum þessum verkefnum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi ári.