Hildur Guðnadóttir hlaut óskarinn
Sigurför tónskáldsins Hildar Guðnadóttur heldur áfram. Hún vann Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrst Íslendinga sem vinnur Óskarinn.
Hún hefur þú unnið Bafta-verðlaunin og Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni Joker og Emmy- og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.
Ræða Hildar vakti mikla athygli en brot úr henni og þau sterku og mikilvægu skilaboð sem hún sendi við tilefnið má sjá hér:
Við hjá ÚTÓN óskum Hildi hjartanlega til hamingju!