Ísland með 3 tilnefningar til Hyundai Nordic Music Price

Hyundai Nordic Music Price verða veitt á tónlistarhátíðinni By:Larm í lok febrúar. Hvaða tónlistarfólk á Norðurlöndunum hefur skarað fram úr? Íslendingar eiga þrjá fulltrúa en það eru þau Hildur Guðnadóttir fyrir þættina Chernobyl, Cell7 fyrir plötuna Is Anybody Listening? og Countess Malaise fyrir plötuna Hysteríu.

JFDR og metalbandið Nyrst koma fram á hátíðinni. Hildur Guðnadóttir mun sitja fyrir svörum en upplýsingar um þann viðburð má finna hér.

Við óskum listamönnunum til hamingju með tilnefningarnar.

Iceland Music