Yfirlýsing frá ÚTÓN varðandi COVID-19

Nú eru skrýtnir tímar og verið að aflýsa mikið af viðburðum og tónleikum sem kemur mjög illa niður á fjárhag tónlistarfólks.

Við hjá ÚTÓN erum að vinna að því að bregðast við þessum áskorunum og höfum meðal annars gert skýrslu um ástandið og horfur í greininni, sem hægt er að skoða hér. Áhættumatið fer í smáatriðum yfir það sem við munum gera til að undirbúa tónlistariðnaðinn fyrir núverandi og framtíðar áskoranir, með það markmið að gera okkar besta miðað við aðstæður. Þetta skjal verður uppfært eftir því sem við á.

Þegar ferðalög verða takmörkuð er líka um að gera að nýta tímann til að fræðast um hluti sem oft verða útundan í amstri dagsins en eru engu að síður mikilvægir. Við erum því að hanna nýja fræðslu áætlun sem hefur það að markmiði að gefa tónlistarfólki betri innsýn í ýmsa kima tónlistarheimsins. Allt frá höfundarrétti yfir í sölu á tónlist í sjónvarpsþætti, umboðsmennsku og hina ýmsu þætti eigin útgáfu yfir í samvinnu við alþjóðlega aðila.

Sú fræðsla mun vera í boði bæði á fundum eins og við gerum alltaf, en líka í  tölvuposti og á myndböndum ef af samkomubanni verður, og líka fyrir þá sem af einhverjum ástæðum komast ekki á staðinn.

Skráið ykkur á fréttabréf uton.is og á ÚTÓN hopinn á Facebook til að fá nýjustu fréttir og fræðslu.

Cheryl Ang