Fyrsta úthlutun ársins
Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar úthlutaði ferðastyrkjum til þriggja verkefna í fyrstu úthlutun ársins 2021. Styrkþegar að þessu sinni voru BSÍ, Sigurður Flosason og Skoffín.
Fáar umsóknir bárust og ljóst er að ferðalög liggja enn að miklum hluta niðri sökum heimsfaraldursins. Við lítum þó björtum augum til næstu missera og trúum því að brátt muni sjá til sólar.
Útflutningssjóður er opinn fyrir umsóknir, næsti umsóknarfrestur er 31. janúar kl 23:59 og verður bæði markaðs- og ferðastyrkjum úthlutað.