Auka markaðsstyrkur til úthlutunar fyrir 1. desember
Sérstök auka-úthlutun í markaðsstyrk verður í boði vegna COVID-19 faraldursins.
Nú þegar tónlistarverkefni er aftur farin að komast út í heim aftur, hefur Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar svigrúm til að veita auka úthlutun í markaðsstyrki fyrir desember úthlutunina.
Ferðastyrkirnir verða að sjálfsögðu á sínum stað.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. desember, og er því fresturinn 30. nóvember kl 23:59.
Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér: Markaðsstyrkir + Ferðastyrkir.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur vel hvernig er best að vinna umsókn þannig hún sé líklegust til að vera styrkt. Í vor hélt ÚTÓN Fræðslulöns um ferða- og markaðsstyrki Útflutningssjóðs, og er fyrirlesturinn í heild sinni kominn upp á YouTube.
FRÆÐSLULÖNS: ÚTÓN KYNNIR FERÐA- OG MARKAÐSSTYRKI ÚTFLUTNINGSSJÓÐS
Eitt verkefna ÚTÓN er að umsýsla útflutningssjóð sem veitir ferða- og markaðsstyrki og er með þriggja manna stjórn sem fer yfir umsóknir. Ferðastyrkir eru veittir mánaðarlega og eru að jafnaði upp á 50.000 krónur á mann og er sérstaklega hugsað sem styrkur við tónleikaferðalög. Markaðsstyrkir eru svo veittir fjórum sinnum yfir árið og ætlaðir til að framkvæma kynningarverkefni á erlendum markaði.
Markmið ÚTÓN er að auka útflutning íslenskrar tónlistar og þessar styrkveitingar eru lykilþáttur í þeirri vegferð að koma íslenskri tónlist inn á erlendan markað. Bryndís mun fara yfir hvernig þessir styrkjum úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar er úthlutað og kynna hvernig er best að setja saman sterka umsókn.