Fyrrum íslenskir vinningshafar "The Nordic Music Biz Top 20 under 30"

Enn er opið fyrir innsendingar á tilnefningar fyrir The Nordic Music Biz Top 20 under 30 en meðal fyrrum sigurvegara eru meðal annars þau Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Iceland Sync, Anna Ásthildur Thorsteinsson og Sindri Ástmarsson hjá Iceland Airwaves sem og Sigríður "Sigga" Ólafsdóttir hjá SÓNAR og Unnsteinn Manuel Stefánsson Label Manager Les Fréres Stefson.

Við heyrðum í þessu framafólki til að sjá hvað hvaða merkingu þessi verðlaun hafa haft fyrir þau.

IMG_7879.JPG

Soffía Kristín tók á móti verðlaunum 20U30 í fyrra.

Soffía Kristín hefur byggt upp umboðsfyrirtækið Iceland Sync Management með Steinunni Camillu síðan 2014 og er fyrirtækið í dag að umba nokkra af stærstu listamönnum Íslands. Þar má nefna hina margverðlaunuðu Bríeti sem og Auður, Klöru Elias, Röggu Gröndal, Cell7 og Siggy.

Velgengninni þakkar Soffía alþjóðlegu tengslaneti sem og að hafa unnið í tónlistarbransanum í Bandaríkjunum og segir að verðlaun á borð við 20U30 séu mikil viðurkenning.

Hvernig var að fá þessi verðlaun?

"Að vera valin í þetta verkefni var ótrúlegur heiður. Ég lærði ótrúlega mikið um tónlistabransann í heild, sem og að öðlaðist ný tækifæri. Top 20u30 hvatti mig áfram til góðra verka í íslenska tónlistabransann"
– Sigga Ólafsdóttir, SÓNAR

“Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu og ákveðin staðfesting á því að maður hefur verið að vinna góða vinnu sem hefur vakið athygli innan tónlistarbransans.”
– Soffia Kristín, Iceland Sync Management

Þetta var auðvitað bara þvílíkur heiður og viðurkenning á því sem maður hefur verið að  byggja upp fyrir nánast engan pening undanfarin ár.

Ég kynntist fullt af duglegu fólki, þegar ég var að túra sem mest fyrir um 10 árum þá vantaði dálítið þessa norrænu tengingu sem er svo mikilvæg fyrir okkur á Íslandi
— Unnsteinn Manuel, Les Fréres Stefson

Það var ótrúlega gaman að vera í þessum hóp og mikið af góðu fólki frá hinum Norðurlöndunum þannig þetta hefur aðallega haft í för með sér að tengslanetið stækkaði enn frekar.
– Sindri, dagskrárstjóri hjá Iceland Airwaves

“Það var rosalega gaman að fá þessi verðlaun, ég bjóst ekki við þeim og þegar við fórum í ferð til Svíþjóðar að hitta hina verðlaunahafana frá Norðurlöndunum skapaði ég mér tengsl sem ég hef nýtt mér og nýti mér enn þann dag í dag.”
– Anna Ásthildur, markaðsstjóri Iceland Airwaves

Ég fékk líka nýja innsýn inn í norræna músíkbransann sem er allt öðruvísi á milli landanna, og sérstaklega allt öðruvísi en sá íslenski.
— Anna Ásthildur, markaðsstjóri Iceland Airwaves
Þessi verðlaun hafa aðallega skapað mér stærra tengslanet og aukinn styrk og sjálfstraust til að byggja upp frekari viðskiptasambönd erlendis.
— Soffía Kristín, Iceland Sync

Hverju myndir þú vilja koma á framfæri til ungs fólks sem stefnir á frama í tónlistarbransanum?

“Það dýrmætasta sem þú getur átt í tónlistarbransanum er tengslanetið þitt.” segir Sindri.

Anna Ásthildur bætir við að láta verkin tala:

“Skilaboðin mín væru í raun just do something. Fólk situr oft á hakanum lengi og spáir mikið og spekúlerar, sem er mjög mikilvægt þegar það er mikið í húfi, en þegar maður er að byrja er best bara að gera sem mest og sjá hvert það tekur mann.”

Unnsteinn talar líka um mikilvægi þess að vinna með góðu fólki, ekki bera sig saman við næsta mann – og svo að sjálfsögðu tónlistina!

"Nr.1 er góð tónlist, nr.2 er góður rekstur til að halda áfram að gera góða tónlist. Lykilatriði er að hafa gott fólk í kringum sig. Þetta er ekki samkeppnismarkaður, við verðum að vinna saman. Alltof margir brenna út að bera sig saman við náungann."
– Unnsteinn Manuel, Les Fréres Stefson

image0.jpeg

Ég hef alltaf reynt að hvetja fólk til að vera "já" manneskja í þessum bransa og fá það til þess að prufa sem flest, læra sem mest og reyna að öðlast sem mestu þekkingu á bransanum. Hann er flókinn og umfangsmikill og maður mun stöðugt vera að læra nýja hluti.
– Soffía Kristín, Iceland Sync

Opið er fyrir tilnefningar til 10. maí.

Við hvetjum ykkur öll eindregið til að senda okkur nöfn frambærilegs framafólks í tónlistariðnaðinum hérlendis inn fyrir þann 10. maí. Sjá frekari upplýsingar hér >>

Iceland Music