Þriðja úthlutun markaðsstyrkja á árinu
Þriðja úthlutun ársins á markaðsstyrkjum úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar fór fram á dögunum. Alls nam úthlutinin 1.6 milljónum króna yfir bæði ferða- og markaðsstyrki.
Verkefnin sem fengu markaðsstyrk voru þau:
BSÍ
Oscar Leone
Þar sem fengu ferðastyrk, eru þau:
Cantoque Ensemble
Guðmundur Steinn Gunnarsson
Halldór Smárason
Reykjavíkurdætur
Við óskum þeim öllum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi mánuðum.
Næsta úthlutun markaðsstyrkja verður í nóvember og er umsóknarfrestur til 30. október kl 23:59.
Við minnum á að ferðastyrkjum er úthlutað mánaðarlega og er umsóknarfrestur á miðnætti síðasta dag mánaðarins á undan.