Opið fyrir umsóknir á BreakOut West í Kanada
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir BreakOut West 202, se2. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar í Vestur-Kanada. Hátíðin leggur að þessu sinni sérstaka áherslu á að bóka tónlistarfólk frá Norðurlöndunu undir formerkjunum “The Nordic Spotlight at BreakOut West 2022”.
BreakOut West er sambærileg Iceland Airwaves, by:Larm eða Eurosonic að því leiti að þetta er “showcase” hátíð, og því er þetta ekki eingöngu tækifæri til að spila í N-Ameríku heldur líka að komast í kynni við tónlistarbransann vestanhafs.
Þetta er stærsta hátíð/ráðstefna af þessu tagi í Vestur Kanada, og fer hún fram í Winnipeg í Febrúar 2022. Þetta er í nítjánda skipti sem BreakOut West er haldin, og svo verður 20. skiptið haldið skömmu síðar, eða í sept-okt 2022. Hvor hátíðin um sig er þriggja daga dagskrá samsett af tónleikum, fyrirlestrum, mentor fundum, og tengslamyndunarviðburðurm.
Tvö export ready norræn atriði verða valin til að koma fram á báðum hátíðum. Skipuleggendur BreakOut West hvetja tónlistarfólk úr ÖLLUM tónlistarstefnum til að sækja um, og leggja áherslu að dagskrá þeirra hefur fjölbreytileika og jafnrétti að leiðarljósi. Þau höfðu samband við okkur hjá ÚTÓN til að hvetja íslenskt tónlistarfólk til að sækja um.
Við minnum á viðmið Útflutningssjóðs að styrkja við tónlistarfólk sem er að fara að koma fram á showcase tónlistarhátíðum, þannig að verðir þú fyrir valinu mælum við jafnframt með að sækja um ferðastyrk.
Hér má finna frekari upplýsingar um samstarf BreakOut West við Norðurlöndin >>