Ný sería af Bransakjaftæði fer í loftið, stýrt af Bergþóri Mássyni

Bergþór Másson er þáttastjórrnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals og er hægt að finna á Spotify og Apple Podcast frá og með deginum í dag. Jafnframt verða þættirnir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16 og verða aðgengilegir á Vísi.

IMG_4444.jpg

Ég vona að þessi hlaðvarpssería stuðli að einhverju leyti að því að efla íslenskt tónlistarlíf.

ÚTÓN í samstarfi við Tónlistarborgarina Reykjavík, STEF, SFH, og Íslandsstofu stofnaði síðuna Tónatal í fyrra eftir að GDRN kom að máli við Sigtrygg í byrjun 2020 um leiðir til að framleiða stutt fræðslumyndbönd um skáningu laga og fyrstu skref fyrir unga tónhöfunda.

9309D8F69E812AC7BFC42A2C751E60C728BF5DDD3A49D5D6B058BCA7AB6F220B_713x0.jpg

Úr því spannst síðan hugmyndin að fræðslusíðunni Tónatali. Síðunni var hleypt af stokkunum í fyrra með fyrstu seríu af Bransakjaftæði sem og stuttum myndskeiðum með GDRN og Loga Pedro þar sem þau gera grein fyrir ólíkum þáttum tónlistarbransans undir heitinu Snöggeldað. Markmið verkefnisins er að gera tónlistariðnaðinn aðgengilegri fyrir bæði þau sem eru að stíga sín fyrstu spor sem og þau sem eru lengra komin. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, á þessari fyrstu alhliða upplýsingaveitu tónlistariðnaðarins á Íslandi.

Fyrsta serían var með þeim formerkjum að ungt tónlistarfólk rakti garnirnar úr reynsluboltum um málefni sem það var forvitið um innan bransans. Þessa seríu framleiðir Bergþór Másson og í hverri viku fær hann til sín góðan gest til að ræða þeirra upplifun. Farið verður af stað með átta þætti, en til hans koma þau:

Ólafur Arnalds, tónskáld og framleiðandi
Sindri Ástmarsson, umboðsmaður og dagskrárstjóri
Hildur Kristín, lagahöfundur og flytjandi
Egill Ástráðsson, framleiðandi
Esther Þorvaldsdóttir, menningarmiðlari
Sigtryggur Baldursson, framkvæmdarstjóri ÚTÓN
Pálmi Ragnar Ásgeirsson, framleiðandi og lagahöfundur
Sóley Stefánsdóttir, lagahöfundur og flytjandi

Serían fer af stað í dag með spjalli Bergþórs við Ólaf Arnalds og er aðgengileg á Spotify, á öðrum hlaðvarpsveitum og á síðu Tónatals.