Global Music Match heiðrað fyrir framúrskarandi faglega umgjörð á alþjóðlegu tónlistarráðstefnunni WOMEX
Global Music Match - Alþjóðlega samstarfsverkefnið sem Ösp Eldjárn tók þátt í sumar fyrir hönd Íslands var á dögunum heiðrað með verðlaunum WOMEX hátíðarinnar fyrir framúrskarandi faglega umgjörð (e. WOMEX 21 Professional Excellence Award).
WOMEX er alþjóðleg heimstónlistráðtefna sem er haldin árlega á mismunandi stöðum um alla Evrópu, og í ár verður hún í Portó í Portúgal. Á WOMEX fer fram kynning á tónlistarfólki frá öllum heimsins hornum.
Hugmyndin á bakvið Global Music Match er samstarf jafningja. Á samfélagsmiðlum getur tónlistarfólk í þjóðlegageiranum myndað tengsl og fylgjendur þvert á landamæri, og var samstarfsverkefnið sett af stað sem svar við COVID-19 faraldrinum. Samstarfsverkefnið var haldið í fyrsta sinn árið 2020 og var hannað af útflutningsskrifstofum Ástralíu, Skotlands og Kanada sem buðu alþjóðlegum skrifstofum eins og ÚTÓN í þetta samstarf. Svavar Knútur vann lagið Hope and fortune með Irish Mythen, í beinu framhaldi af þáttöku sinni árið 2020. Það lag hefur nú setið á vinsældalistum í nokkurn tíma.
Í ár tóku 78 listamenn frá 17 löndum þátt. Myndaðir eru hópar með 5-6 tónlistarfólki sem hver um sig kynna hvort annað fyrir eigin fylgjendum á samfélagsmiðlum sem er stýrt af leiðandi tónlistarhátíðarstjóra innan þjóðlagatónlistarstefnunnar. Hver aðili fær svo tvær vikur sem ‘Featured Artist’ þar sem þau eru kynnt sérstaklega af liðsfélögum sínum með það að markmiði að hver fái að kynnast markaðssvæðum utan sínum eigin. Þetta hefur jákvæð áhrif þegar tónlistarfólk fer að spila opinberlega aftur, en þá eiga þau erindi á fleiri markaði en þau gerðu.
Þessar kynningar eru meðal annars viðtöl, tónlistarmyndbönd eða samstarfsverkefni sem liðsfélagarnir vinna saman á tímabilinu. Nú þegar Global Music Match er að ljúka í annað sinn hafa alls 172 tónlistarmenn og mörg þúsund aðdáendur, tekið þátt og notið góðs af þessu gagnkvæma stuðningsneti sem og ómetanlegu þekkingu sem gengið hefur manna á milli.
“Á síðasta fundi hópsins míns vorum við að fara yfir þennan tíma og hvað það væri sem stæði upp úr hjá okkur og vorum við sammála um að þrátt fyrir að áherslan og markmið verkefnisins hefði verið að einhverju leyti að stækka og víkka út fylgjenda fjölda okkar sem listamanna á samfélagsmiðlum, væri það fyrst og fremst tónlistarlega tengingin og vináttan okkar á milli sem við hefðum grætt mest á.
– segir Ösp um samstarfið við annað tónlistarfólk í Global Music Match
Lykilatriði í Global Music Match er stuðningurinn sem tónlistarfólkið hefur hvert af öðru eins og Ösp greinir frá. Í ár var Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) leiðandi í að koma á samnorrænu samstarfi til viðbótar, þannig að Ösp naut ekki aðeins stuðnings sinna liðsfélaga heldur einnig norrænu þátttakendana og útflutningsskrifstofum Norðurlandana.
Með því að skoða #GlobalMusicMatch á samfélagsmiðlum má sjá alla mögnuðu tónlistana sem þátttakendur hafa skapað í þessu byltingarkennda samstarfsverkefni sem er núna búið að fá alþjóðlega viðurkenningu WOMEX.
Aðspurð um hverju samstarfið hefur skilar segir Ösp:
“Ég hef í raun ekki fundið mikinn mun á samfélagsmiðlum, en svo þegar ég skoða streymisveitur þá tek ég eftir talsverðri aukningu í hlustun og þá mest frá Bandaríkjunum, sem er áhugavert og skemmtilegt. Svo hef ég líka fengið beiðni frá útvarpsstöðvum sem uppgötvuðu tónlistina mína beint eða óbeint í gegnum GMM, um að spila tónlistina mína.”
Womex sagði í tilkynningu um hvers vegna Global Music Match var verðlaunað:
„Undanfarið eitt og hálft ár hefur verið eitt erfiðasta tímabil í sögu alþjóðlegs tónlistariðnaðar. Allt í einu og með nánast engum fyrirvara hvarf tónleikahald í heiminum. Tónlistarfólk sem og áhorfendur reyndu öll tiltæk ráð til að finna leiðir til að tengjast án þess að yfirgefa heimili sín. Oft er mótlæti af þessu tagi sem leiðir til nýsköpunar og þar kemur Global Music Match inn. Forsendan er einföld: þjóðlagatónlistarfólk kynnir hvert annað og þar með nær hvert þeirra tengslum við áhorfendur út fyrir sína eigin landsteina ásamt því að mynda ný fagleg tengsl.
“Það sem er einstakt og sérstaklega spennandi við Global Music Match er að samstarfið er ekki tímabundin skammtímalausn. Þetta er nýtt fyrirkomulag á menningarskiptum í tónlistarútflutningi sem takmarkast ekki eingöngu við núverandi aðstæður. GMM hefur sýnt í verki nýja, raunverulega og áhrifaríka leið fyrir tónlistarfólk til að stækka fylgjendahóp sinn, finna sér ný markaðssvæði og opna þar með ný tónleikasvæði til að herja á eftir faraldurinn, sem og tileinka sér nútímaleg vinnubrögð í markaðssetningu á bæði sér og samstarfsfólki sínu.” segir í tilkynningu frá Womex.
Þau bæta við
“Global Music Match hefur skapað nýjan og nýstárlegan vettvang sem nú þegar hefur skapað langvarandi og áþreifanlegan ávinning, og það með svona stuttum fyrirvara, sem fagnar fjölbreytileika heimstónlistar og fyrir það eru þau vel að viðurkenningu WOMEX 2021 um framúrskarandi faglega umgjörð komin. Auk þess hafa þau verið uppspretta vonar og bjartsýni á þessum fordæmalausu erfiðleikum sem tónleikabransinn hefur orðið fyrir.”