Opið fyrir umsóknir í Keychange – aukum sýnileika kvenna og annarra kyngerva í tónlistarheiminum
Opið er fyrir umsóknir til og með 4. október.
Keychange er að leita að framúrskarandi tónlistarfólki og fagfólk í tónlistariðnaðinum. Þau sem verða valin fá alþjóðleg tækifæri, þjálfun, leiðbeiningar, kynningu á heimsvísu og fjölmörg tækifæri til tenglsamyndunar allt árið 2022!
Fyrrum og núverandi þáttakendur í Keychange fyrir hönd Íslands:
Björt Sigfinnsdóttir
Anna Thorsteinsson
Hildur
DJ Flugvél og Geimskip
María Rut Reynisdóttir
Melina Rathjen
Fever Dream
Hildur Maral
Milkywhale
Steinunn Camilla
Kría
CELL7
GDRN
Hafdís Huld
Valdís Þorkelsdóttir
Soffía Kristín
Við hvetjum ykkur flest til að sækja um að taka þátt í Keychange árið 2022.
Ásamt ÚTÓN hafa fjórtan íslenskar stofnanir og samtök nú undirritað Keychange-skuldbindinguna en það eru Iceland Airwaves, LungA, FTT, FÍH, Gaukurinn, Harpa, KÍTÓN, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Tónlistarborgin Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Norrænir músíkdagar, Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan, STEF og INNI Music . Þar með skuldbinda þessi samtök sig til kynjajafnréttis, m.ö.o. stefna að því að hlutur kvenna og annara kyngerfa verði jafn á við hlut karla.
Frekari upplýsingar um Keychange verkefnið má finna á vef þeirra >>
Allir þátttakendur fá:
Hitta allt Keychange tengslanetið í London. Bretlandi
Taka þátt sem hluti af Keychange tengslanetinu á Repperbahn tónlistarhátíðinni í Hamborg, Þýskalandi.
Þáttaka í einni af þrettán samstarfs-tónlistarhátíðum
Mentor í gegnum we.grow forritið í samstarfi við shesaid.so.
Starfsþjálfun í gegnum ‘Creative Labs’.
Skráning í Keychange ‘talent bank’
Námsstyrkur til þátttöku í Keychange og öðrum kostnaði. Nákvæm upphæð sem styrkurinn nær til er mismunandi eftir þörfum. Aukafjárveiting er í boði til að styðja við umönnun barna og fleira.