Opið fyrir umsóknir í Keychange  – aukum sýnileika kvenna og annarra kyngerva í tónlistarheiminum

KEYCHANGE.jpg

Opið er fyrir umsóknir til og með 4. október. 

Keychange er að leita að framúrskarandi tónlistarfólki og fagfólk í tónlistariðnaðinum. Þau sem verða valin fá alþjóðleg tækifæri, þjálfun, leiðbeiningar, kynningu á heimsvísu og fjölmörg tækifæri til tenglsamyndunar allt árið 2022!

Fyrrum og núverandi þáttakendur í Keychange fyrir hönd Íslands:

  • Björt Sigfinnsdóttir

  • Anna Thorsteinsson

  • Hildur

  • DJ Flugvél og Geimskip

  • María Rut Reynisdóttir

  • Melina Rathjen

  • Fever Dream

  • Hildur Maral

  • Milkywhale

  • Steinunn Camilla

  • Kría

  • CELL7

  • GDRN

  • Hafdís Huld

  • Valdís Þorkelsdóttir

  • Soffía Kristín

Við hvetjum ykkur flest til að sækja um að taka þátt í Keychange árið 2022.

Ásamt ÚTÓN hafa fjórtan íslenskar stofnanir og samtök nú undirritað Keychange-skuldbindinguna en það eru Iceland Airwaves, LungA, FTT, FÍH, Gaukurinn, Harpa, KÍTÓN, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Tónlistarborgin Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Norrænir músíkdagar, Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan, STEF og INNI Music . Þar með skuldbinda þessi samtök sig til kynjajafnréttis, m.ö.o. stefna að því að hlutur kvenna og annara kyngerfa verði jafn á við hlut karla.

Frekari upplýsingar um Keychange verkefnið má finna á vef þeirra >>

Allir þátttakendur fá:

  • Hitta allt Keychange tengslanetið í London. Bretlandi

  • Taka þátt sem hluti af Keychange tengslanetinu á Repperbahn tónlistarhátíðinni í Hamborg, Þýskalandi.

  • Þáttaka í einni af þrettán samstarfs-tónlistarhátíðum

  • Mentor í gegnum we.grow forritið í samstarfi við shesaid.so.

  • Starfsþjálfun í gegnum ‘Creative Labs’.

  • Skráning í Keychange ‘talent bank’

  • Námsstyrkur til þátttöku í Keychange og öðrum kostnaði. Nákvæm upphæð sem styrkurinn nær til er mismunandi eftir þörfum. Aukafjárveiting er í boði til að styðja við umönnun barna og fleira.

Nánari upplýsingar hér >>

Iceland Music