ÚTÓN verður með bás fyrir Ísland á WOMEX 2021

Útón verður með bás á heimstónlistarráðstefnunni Womex í Porto í Portugal 27 - 31. október 2021.

131466460_10158999289027431_194447696999749611_n.jpg



Básinn verður hluti af norrænu svæði en tónlist frá norðurlöndum nýtur æ meiri hylli á streymisveitum um allan heim.

Á Womex kemur saman tónlistargeirinn frá öllum heimshornum og er mjög fjölbreytt um að litast en ráðstefnan fer fram á daginn í ráðstefnuhöllinni í Porto en á kvöldin eru tónleikar um allan bæ, með tónlistarfólki hvaðanaf úr heiminum.

Á ráðstefnuni koma saman aðilar sem standa í viðskiptum með tónlist, bæði festivöl og bókunarskrifstofur, ásamt útgefendum, útflutnings og markaðsskrifstofum hverskonar og ýmsir aðrir og kynna sig og aðra frá sínum heimalöndum.

Útón verður með kynningu á íslandi sem upptökulandi, þar sem kynnt eru hljóðver og hið snjalla 25% endurgreiðslukerfi sem atvinnu og nýsköpunarráðuneytið býður uppá undir merkum Record in Iceland. Einnig verða kynntir spilunarlistar á streymisveitum sem Útón sér um.

Íslenskum tónlistaraðilum stendur til boða að taka þátt í ráðsstefnunni og nýta bás ÚTÓN sem aðstöðu.

Skoða má upplysingar um tónlistarhátíðina og ráðstefnuna hér: https://www.womex.com/

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk ÚTÓN >>

Iceland MusicRáðstefna