Hvernig má nýta sér Iceland Music vettvanginn kynnt á fyrsta fræðslukvöldi ÚTÓN, Janúar 2022
Fræðslukvöld ÚTÓN, Janúar 2022
Fyrsta mánaðarlega fræðslukvöld ÚTÓN var haldið á Zoom nýlega. Þar var farið yfir hvar er best að finna upplýsingar til að undirbúa sig undir útflutning fyrir árið 2022 miðað við hvar þitt verkefni er statt og svo hvernig má nýta sér Iceland Music vettvanginn.
Okkur bárust þónokkrar fyrirspurnir um hvort efnið yrði aðgengilegt eftir á, og við tökum saman þessi atriði sem voru rædd hér.
Útflutningur á Tónlist 2022
Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir tónleikahald sérstaklega, en við höfum þó séð mikinn vöxt á lagalistum ÚTÓN og höfum trú á að þetta ár þótt það byrji ekki alveg nógu vel hafi alla burði til að vera gott tónleikaár. Fyir þau sem eru kannski alveg komin svo langt, þá minnum við á þær upplýsingar sem eru nú þegar til bæði á vef ÚTÓN en líka á Tónatal.
Tónatal er samstarfsverkefni tónlistarsamfélagsins á Íslandi sem miðlar upplýsingum um umhverfið hér á landi.
Þar eru myndbönd og hlaðvörp þar sem er talað bæði við tónlistarfólk sem og fagaðila og fyrirtæki í tónlist hérlendis.
ÚTÓN er útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar sem vinnur markvisst af því að skapa tækifæri fyrir tónlistarfólk og þeirra teymi erlendis.
Öll okkar fræðsla snýr að því að lyfta fólki upp á þetta ‘export ready’ level sem er grundvöllur fyrir útflutning á tónlist.
Iceland Music er það vörumerki sem snýr út á við og er í raun ‘gluggi’ alþjóðasamfélagsins inn í íslenskt tónlistarlíf. Þar birtum við fréttir af árangri sem náðst hefur erlendis, og höldum utan um lagalista og svo lista af þeim tónleikum sem haldnir eru erlendis, Gigs Abroad sem var formlega sett í loftið á ný nú í janúar í samstarfi við Mobilitus.
Efni þessa fyrsta fræðslufundar sneri að því að setja Gigs Abroad í loftið, en jafnframt kynna hvernig má nýta þann vettvang sem Iceland Music býður upp á fyrir íslensk tónlistarverkefni í útflutningi.
Hvernig er best að nýta Iceland Music vettvanginn?
Iceland Music vettvangurinn skiptist að mestu leyti í þrennt:
Umfjöllun í erlendum miðlum
getur komist í samfélagsmiðla + fréttabréfÚtgáfur á lagi eða plötu:
fer á lagalista Iceland Music á Spotify, Apple Music, DeezerTónleikar, einn eða fleiri:
birtast á Gigs Abroad
Forgangsatriði hjá ÚTÓN er að halda úti öllum þessum miðlum og kynntum við hvernig haldið er utan um þessi atriði. Hér er samantekt af þessum ferlum sem hafa verið uppfærðir fyrir 2022. Við hvetjum þau ykkar sem hafið áhuga á að nýta ykkur þennan miðil til að fara eftir þessum leiðbeiningum til að auðvelda bæði ykkar vinnu og okkar.
Samfélagsmiðlar og fréttabréf
Það efni sem fær umfjöllun inn á samfélagsmiðla og fréttabréf Iceland Music er: umfjöllun um íslenskt tónlistarfólk í erlendum miðlum og tónlistarmyndbönd. Fyrir ykkur sem viljið lesa nánar um þetta ferli má finna það hér, en aðalatriðið er þetta:
Sendu þá umfjöllun sem þú færð í erlendum miðlum á hello@icelandmusic.is daginn sem hún kemur út.
Sendu okkur myndbandið þitt daginn sem það kemur út á hello@icelandmusic.is.
Lagalistar
Við höfum tekið vinnslu á lagalistum Iceland Music föstum tökum og má lesa um hvernig er valið inn á listana hér. Eina sem þarf að muna er:
Sendu okkur link á Spotify daginn sem lagið kemur út á hello@icelandmusic.is.
Hvað með tónleikana?
Samstarf ÚTÓN með Mobilitus hefur sjálfvirknivætt Gigs Abroad síðuna, sem var einnig kynnt á viðburðinum. Þeirra lausn getur fundið þá tónleika sem eru seldir hjá stórum miðasöluaðilum og birtast þeir þannig sjálfkrafa á síðunni.
Skilyrðin fyrir að birtast á listanum er að tónlistarverkefnið þitt sé skilgreint sem íslenskt verkefni. Þurfi að uppfæra einhverjar upplýsingar má nálgast bakenda Mobilitus hér.
Hér má svo nálgast glærurnar fyrir þau sem hafa áhuga:
Takk fyrir okkur
Það var hörkumæting á fyrsta fræðslukvöld ÚTÓN sem er okkur mikið gleðiefni. Við stefnum á að halda kvöld mánaðarlega út árið 2022 og vonum að þau þurfa ekki að fara fram á Zoom. Skráið ykkur endilega á póstlista ÚTÓN til að fá fréttirnar fyrst af næsta viðburði beint í innhólfið hjá ykkur.