Samráðshópur tónlistariðnaðarins fagnar nýjum aðgerðum stjórnvalda
Nú er daginn farinn að lengja og bjartari tímar framundan, og vonandi lika í sóttvarnamálum.
Við höfum verið dugleg í varnarleiknum í tónlistargeiranum og gerum það vel, að halda í það sem við höfum og vera fljót til baka þegar opnast á fjöldatakmarkanir, nýta tímann í frumsköpun og upptökur, já, að gera mikið úr litlu, jafnvel í þrengingum síðustu tveggja ára.
Með nýjum stuðningsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og ekki síst nýs menningarmálaráðherra og nýju ráðuneyti menningar og viðskipta, höfum við í samráði við samráðshóp tónlistar sem til varð í kóvinu, náð að vinna með ráðuneytinu til að snúa vörn í sókn og sjáum fram á endurreisn og djarfa sókn í tónlistargeiranum á næstu misserum.
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að ÚTÓN fær 10m viðbót og Útflutningssjóðurinn sem við umsýslum og veitir ferðastyrki og markaðsstyrki, fær 40m innspýtingu.
Hér að neðan er yfirlýsing frá samráðshópi tónlistar:
Hér má lesa tilkynningu “450 milljónir í viðspyrnuaðgerðir til tónlistar og sviðslista” á vef Stjórnarráðs Íslands.
Með bjartsýnni kveðju fram á veginn :-)
– Sigtryggur Baldursson,
Framkvæmdarstjóri ÚTÓN/Iceland Music