Takk fyrir frábært fræðslukvöld!

Við viljum þakka öllum sem mættu á fræðslukvöld okkar og STEF á KEX hostel 28. september kærlega fyrir komuna!

Við erum hæst ánægð með útkomuna og vonum að gestir hafi notið kvöldsins, lært eitthvað eða kynnst nýju fólki.

Þema kvöldsins var stafræn dreifing og kynning með sérfræðingum í pallborðsumræðum. En það voru þau Anna Jóna (Sony), Geoffrey Þór (Sticky), Steinunn (Póst–dreifing) og Andri Þór (Alda).

Umræðurnar voru leiddar af Leifi Björnssyni (Iceland Music) og spurningunum sem kastað var á mili voru til dæmis: Hvað er dreifingasamningur? Hvað er stafræn dreifing? Hvað gera útgáfufyrirtæki í dag á dögum streymisveita? Hvað er label service? Hvernig hugsar útgáfa um útgáfu?

Þeir sem ekki komust geta farið á Facebook síðu ÚTÓN og séð streymi sem tekið var upp.

Leifur, Anna Jóna, Geoffrey, Steinunn & Andri Þór

Iceland Music