ÚTÓN á showcase hátíðum í vor

Það er gaman að segja frá því að ÚTÓN verður með viðveru á hvorki meira né minna en 7 tónlistarráðstefnum eða ‘showcase hátíðum’ í vor. Síðasta fræðslukvöld ÚTÓN sneri að því hvernig er best að nýta sér viðburði af þessu tagi og má sjá samantekt af því sem þar fór fram hér.

Hátíðirnar sjö eru: Nordic Folk Alliance, Jazzahead, The Great Escape, Classical:NEXT, Westway LAB og svo tvennir tónleikar Reykjavík Calling sem eru hluti af Taste of Iceland ráðstefnu sem Íslandsstofa skipuleggur í N-Ameríku.

Þegar ÚTÓN er með viðveru á hátíðum af þessu tagi er markmiðið að kynna Ísland og íslenska tónlist í víðtækum skilningi, og svo er hver hátíð með ákveðin fókus. Í ár erum við sérstaklega að kynna lagalista Iceland Music og Record in Iceland verkefnið.

 
 
 
 

Record in Iceland miðar að því að fá fleiri aðila til þess að hljóðrita tónlist á Íslandi, og er boðið upp á 25% endurgreiðslu á öllum upptökukostnaði, svipað og gert er með kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Nú þegar ferðalög eru að komast á skrið á ný, er þetta kostur sem mörgum tónlistarverkefnum getur hugnast, enda íslensk tónlist og tónlistarfólk í miklum metum alþjóðlega.

Showcase hátíðir sem ÚTÓN tekur þátt í 2022

Jazzahead!

Hátíðirnar sem við verðum með nærveru á eru Jazzahead í Bremen í þýskalandi, 28 april til 1. mai, sem er stærsta árlega jazz ráðstefna Evrópu, en þar koma saman margir þeir aðilar sem starfa í Jazz geiranum í evrópu og víðar, allt frá útgefendum, tónleikahöldurum og hverskonar jazzsamböndum og festivölum til tónlistarfólks sem er að kynna sín eigin verkefni.

Nánar um jazzahead! >>

 

Classical:NEXT og The Great Escape

Classical Next gegnir sama hlutverki fyrir sígilda og samtímatónlist, og The Great Escape sem fram fer í Brighton á Englandi er hátíð sem hefur fókus á pop og indie geirann í Englandi, en þangað sækja alþjóðlegir aðilar til að komast í samband við bretana og er ráðstefna á daginn og tónleikar á kvöldin, eða grætt og grillað eins og skáldið sagði.

Nánar um Classical:NEXT >>

Nánar um The Great Escape >>

Tallin Music Week

Sigtryggi er boðið á Tallinn Music Week sem fram fer í Eistlandi 5-8 Mai, sem viðmælanda í pallborði um íslenska tónlist. Í ár fer hátíðiin fram í borginni Narva, nálægt landamærum Rússlands og er spenna í loftinu varðandi þáttöku rússneskra listamanna sem margir hverjir eru mjög andsnúnir stríðsrekstri stjórnar sinnar, og kemur TMW til með að gefa þeim tækifæri til að tjá sig á stærri vettvangi um þau mál sem önnur. Munum við sem áður breiða út fagnaðarerindi Record in Iceland sem býður fólki að koma í okkar mjúka faðm.

Westway LAB

Record in Iceland verður kynnt yfir fjarskiptabúnað á Westway LAB, en það er showcase hátíð þeirra Portúgala.

Nánar um Record in Iceland á Westway LAB >>

Reykjavík Calling – Taste of Iceland, Boston og Denver

 
 

Þá verður ÚTÓN í samstarfi við Íslandsstofu og Iceland Airwaves, með tvenna Reykjavik Calling tónleika, undir merkjum menningarhátíðarinnar Taste of Iceland, annarsvegar í Boston, þann 11. april þar sem fram koma Axel Flovent og Briet, og síðan í Denver þann 12 mai, þar sem fram koma þeir félagarnir Valdimar, Ásgeir og Ómar í Lón, og While We Wait, sem samanstendur af tónlistarkonunum Rakel, Salome Katrínu og ZAAR.

Nánar um Reykjavík Calling, Boston >>
Nánar um Reykjavík Calling, Denver >>

Nordic Folk Alliance

En síðast en ekki síst fer af stað norræna tónlistarhátíðin Nordic Folk Alliance í Gautaborg þar sem fram koma listamenn frá Norðurlöndum sem sérhæfa sig í tónlist sem á sér sterkar rætur í tónlistarhefðum þessara norðursvæða og verða fulltrúar íslands þar Umbra, sem sérhæfir sig í fornri tónlist, Blood Harmony sem er hljómsveit systkinana Aspar, Bjargar og Arnar Eldjárn, og lagahöfundurinn og flytjandinn Svavar Knútur.

 
 
Iceland Music