Iceland Music mætir á Jazzahead!

Í þessari viku fer ÚTÓN á Jazzahead ráðstefnuna í Bremen í Þýskalandi í fyrsta skipti síðan 2019, ásamt glæstum hópi Jazztónlistarverkefna, sem verða að kynna sína tónlist og skapa tengingar í Jazzgeiranum á þessari stærstu Jazztónlistar ráðstefnu í evrópu.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdarstjóri ÚTÓN, sér um íslenska básinn á ráðstefnunni en hann er hluti af Norræna svæðinu þar sem eru básar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en básarnir eru allir í kringum sameiginlegt fundarsvæði þar sem fólk fundar með ýmsum aðilum úr Jazzgeiranum, en ráðstefnuna sækja allskonar aðilar tengdir Jazzlífinu, aðallega frá evrópu og ameriku.

Tónlistarfólkið sem verður í Bremen að kynna sín verkefni verða:
Ingi Bjarni Skúlason
Sunna Gunnlaugs
Mikael Mani Asmundsson
Hafdis Bjarnadottir
Scott McLemore
Sigmar Þór Matthiasson

Hægt er að hlusta á þau öll á lagalistanum ‘Iceland Music Jazz’ á Spotify:

Einnig verða með í för þeir Jón Ómar Árnason frá Reykjavik Jazz, a jazz festival taken place in late august, og Ásmundur Jónsson.

Mikil umferð er alltaf á íslenska básinn og er Reykjavik Jazz alltaf vinsæl meðal umboðsmanna, bókara og tónlistarfólks, sem vill fá að koma sínum verkefnum að á hátíðinni og svo verður ÚTÓN með kynningar á bæði Record in Iceland verkefninu sem miðar að því að kynna ísland sem áfangastað fyrir upptökur á hverskonar tónlist og einnig eru playlistar ÚTÓN/Iceland Music síðunnar verða líka kynntir en þar er nú Iceland Music Jazz listinn í forgrunni þessa vikuna, með þeim verkefnum sem eru að kynna sig á hátíðinni, í fyrirrúmi.

 
 
Iceland Music