ÚTÓN kynnir námskeið í: Efnisgerð á snjallsímum

ÚTÓN stendur fyrir námskeiði í:
Efnisgerð á snjallsímum
Hvenær: Þriðjudaginn 17. maí frá kl. 10 - 17
Hvar: Sal FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík
Verð: 8.000,- (einungis 12 pláss í boði)
Kennt er á smáforritin: Filmic Pro og Kinemaster
Skráningar hér.

Þátttakendur vinna að eigin hugmyndum undir handleiðslu reyndra kennara og fá að prófa míkrafóna, ljós og aukahluti sem nýtast við framleiðslu myndefnis.

Markmiðið er að auka færni fólks í að markaðssetja tónlistarverkefni alþjóðlega. Þátttakendur geta náð tökum á að gera myndbönd og hvers kyns kynningarefni fyrir samfélagsmiðla.
Farið verður ítarlega í hugmyndavinnu, stafræna frásagnargerð, hljóð, lýsingu og klipp.
Auk dagsþjálfunar er innifalin grunnþjálfun á Filmic Pro og Kinemaster á netinu fyrir þá sem þurfa og stuðningshópur á Whatsapp í tvo mánuði eftir námskeiðið þar sem þátttakendum býðst að halda áfram að þróa efnið sitt undir handleiðslu.

Námskeiðið er liður í fræðsludagskrá ÚTÓN í samstarfi við Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Sjóðurinn býður núna upp á styrki til gerð kynningarefnis sem er nýtt af nálinni.

Kennarar:
Jane Mote leiðir námskeiðið. Hún hefur unnið fyrir m.a. fyrir BBC Worldwide. Hún hefur umfangsmikla reynslu af framleiðslu efnis og þjálfun í efnisgerð á snjallsímum.
Joshua Kershaw er kvikmyndagerðarmaður með mikla reynslu af störfum í tónlistargeiranum.
Conor Whitefield er reynslumikill klippari sem hefur góðan skilning á öllum hliðum efnisgerðar.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir kvikmyndagerðarkona er verkefnastjóri námskeiðsins. Frekari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir annahildur@glimrandi.is - 866 7555

Iceland Music