Opið fyrir tilnefningar til "Nordic Music Biz Top 20 under 30"
Í fimmta árið í röð leitar NOMEX að 20 ungu fagfólki í tónlist undir 30 ára aldri sem eru í fararbroddi í að koma norrænni tónlist til heimsins á hverju ári, og til að kynna og fagna þeim á Nordic Music Biz Top 20 Under 30, 2022.
Verðlaunin eru ætluð tónlistarbransafólki, fólkinu á bakvið tjöldin, sem geta verið allt frá umboðsmönnum til tónlistarforleggjara til tónleikaskipuleggjenda. Verðlaunin eru samstarfsverkefni fimm norrænna útflutningsskrifstofa í tónlist: ÚTÓN, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway.
ÚTÓN opnar því fyrir tilnefningar á Íslandi. Þekkir þú einhvern sem hefur skarað fram úr á árinu, eða sett mark sitt á tónlist árið 2021/22? Ef svo er, vinsamlegast sendu tillögur þínar inn í formið hér að neðan:
Opið er fyrir tilnefningar til 13. júní.
Sendu inn tilnefningu í gegnum Google Form-ið hér. Allar upplýsingar snúa að aðilanum sem tilnefna á. Ekki þarf að taka fram hver sendir inn tilnefninguna.
Til að vera gjaldgengir þarf sá aðili sem er tilnefndur að starfa í norrænu tónlistar- eða afþreyingarfyrirtæki eða menningarsamtökum með náin tengsl við tónlistariðnaðinn. Frambjóðendur sem verða 30 ára árið 2022 eru gjaldgengir.
Pallborð sem samanstendur af 15 framúrskarandi fagfólki í tónlistariðnaðinum á Norðurlöndunum fimm mun rannsaka og ræða alla frambjóðendur áður en þeir velja lokalistann af 20 ungu fagfólki í tónlist. Dómnefndin metur ýmsa þætti, þar á meðal en ekki takmarkað við: vöxtur fyrirtækis eða tónlistarverkefnis, starfsferill, orðspor meðal jafningja, heildaráhrif í greininni 21/22, listræn þróun, nýsköpun á sínu sviði, tekjur af ferðalögum, miðasala og viðvera á samfélagsmiðlum.
Topp 20 undir 30 skuldbinda sig til að hafa 50/50 kynjahlutfall og lofa að endurspegla fjölbreytileika í vali sínu.
Með COVID-19 heimsfaraldrinum sjáum við að nýliðun ungs fólks í tónlistariðnaðinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Við höfum upplifað að við vinnum í viðkvæmum iðnaði og það er mikilvægt að sýna nýrri kynslóð stjórnenda, útgefanda, umboðsmanna, hátíða o.fl. að það er öruggur og gefandi iðnaður að vinna í og velja sér starfsferil. Það er líka mikilvægt að tryggja að listamenn okkar hafi hæfileikaríkt fólk til að vinna með sér og gæta hagsmuna þeirra í framtíðinni.
Verðlaunin verða afhent 15. september á by:Larm hátíðinni, stærstu samkomu norræns tónlistariðnaðar og listamanna í heiminum.
Fyrrum vinningshafar
Árið 2021 voru Bergþór Másson og Ægir Sindri Bjarnason viðurkenndir fyrir framlag sitt til tónlistargeirans á Íslandi, en aðrir sem hafa unnið telja til að mynda þau Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Iceland Sync, Anna Ásthildur Thorsteinsson hjá Iceland Airwaves, Sigríður "Sigga" Ólafsdóttir hjá SÓNAR og Unnsteinn Manuel Stefánsson Label Manager Les Fréres Stefson.
Nánari upplýsingar um vinningshafa fyrri ára má finna hér >>