Global Music Match 2022: opið fyrir umsóknir

Global Music Match er einstakt þróunarverkefni fyrir tónlistarfólk sem eru að hefja útflutning. Í verkefninu þróa þátttakendur hæfileika sína á samfélagsmiðlum, læra um nýja markaði og byggja upp samband við nýja áhorfendur, búa til nýtt og grípandi efni og fá tækifæri á að byggja upp samstarf með öðru tónlistarfólki.

Global Music Match var stofnað árið 2020 og er samstarfs verkefni Sounds Australia, Showcase Scotland Expo, English Folk Expo og East Coast Music Association (ECMA), ásamt ótal útflutningsstofnunum og showcase-um frá öllum heimshornum.

Íslendingar sem hafa tekið þátt í Global Music Match

2021 Ösp Eldjárn

2020 Svavar Knútur, Brek og Ásgeir Ásgeirsson

Nú er opið fyrir umsóknir til að taka þátt í verkefninu, en hún verður nú haldin í þriðja sinn í haust og hefst 1.september 2022

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 29. júlí

Hvað er Global Music Match?

GMM er tengslanet til að kynna tónlistarfólk inn á ný svæði, þróa færni og samskipti á samfélagsmiðlum, stækka áhorfendahóp og tengja tónlistarfólk um allan heim.

Hvernig virkar það?

Búnir eru til hópar af 5-6 tónlistaratriðum og einum “coach” sem er þá yfirleitt frá tónlistarhátíð í “folk music” geiranum, þetta er gert á netinu, og í hverri viku mun ein hljómsveit/tónlistarmaður frá hverju landi „kynna“ annan listamann frá öðru landi fyrir sínum áhorfendum í gegnum samfélagsmiðla, allir fá sína viku að vera í “focus”.

Hvert er markmiðið?

Að koma tónlistarfólki inn á markaði í öðrum löndum. Verkefnið styður einnig listamenn sem taka þátt í að kynnast öðru listafólki, efla virkni sína á samfélagsmiðlum, auk þess að hvetja til alþjóðlegs samstarfs tónlistarmanna.

Hvernig getur þú tekið þátt?

Tónlistarfólk sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu býðst að sækja um í skráningarformi hér að ofan

Tímalína verkefnisins:

29 júlí - Umsóknarfrestur

11 ágúst - Boð um þáttöku send til listamanna

15 ágúst - Lið sett saman

1 september - Fyrsti fundur og kynning á verkefninu

3 októober - Artist Spotlight 1 (3 – 12 Október)

13 október - Artist Spotlight 2 (13 - 22 Október)

24 október - Artist Spotlight 3 (24 Október – 2 Nóvember)

3 nóvember - Mid Way pick me up – Meet the Coaches

7 nóvember - Artist Spotlight 4 (7 - 16 Nóvember)

17 nóvember - Artist Spotlight 5 (17– 26 November)

28 nóvember - Artist Spotlight 6 (28 Nóvember – 7 Desember)

15 desember - Lokafundur

 
 
Iceland Music