Taste of Iceland: Umsóknir fyrir 2022-2023

Taste of Iceland er viðburðarsería skipulögð af Inspired by Iceland sem fagnar íslenskri menningu um alla Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.

Árið 2022 verða borgir á borð við Berlín, Seattle, Toronto, og Chicago heimsóttar með viðburðum sem fagna íslenskri menningu með matarsmökkun, kvikmyndasýningum, tónleikum og fleiri menningarviðburðum. Skipulagning fyrir árið 2023 er þegar farin af stað.

Í hverri borg eru skipulaðir 'Reykjavík Calling Concert' þar sem 2-3 íslensk tónlistarverkefni koma fram hverju sinni. Flytjendur þurfa að uppfylla 'export ready' skilgreiningu ÚTÓN, og sjá bókarar Iceland Airwaves um að bóka atriði inn á Reykjavik Calling tónleikana. Inspired by Iceland er vörumerki sem Íslandsstofa notar fyrir erlendar kynningar.

Skipuleggjendur vilja vita hvaða tónlistarfólk eru að setja stefnuna á þessa markaði núna seinni hluta árs 2022 og sérstaklega 2023.

Sendið inn umsókn sem gerir grein fyrir útflutningsmarkmiðum ykkar á næstunni til að vera tekin til greina fyrir næstu Taste of Iceland viðburði.

ÚTÓN sendir út þetta form í samstarfi við Íslandsstofu og Iceland Airwaves og verður listinn af umsækjendum aðgengilegur fyrir þau sem standa að Taste of Iceland hjá öllum þrem skrifstofum.

 
 
Iceland Music