Reeperbahn Festival: Umsóknarfrestur til 23.júlí

 

Reeperbahn Festival er fjögurra daga branshátíð sem haldin er árlega í lok september í Hamborg.

Hátíðin heldur utan um 500 tónleika á fjölmörgum stöðum á og í kringum hina goðsagnakenndu Reeperbahn götu í Hamburg, ásamt viðburðum á sviði myndlistar, kvikmynda og bókmennta.

Hátíðin var stofnuð árið 2006 og hefur síðan þá orðið einn mikilvægasti samkomustaður tónlistariðnaðarins um allan heim og stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu.

Ráðstefnudagskrá Reeperbahn Festival er gerð fyrir fólk sem er virkt í tónlistar geiranum og býður upp á fundi, sýningar, netviðburði eða verðlaunaafhendingar.

Hvað eru Showcase Hátíðir:

Showcase hátíðir (e. faghátíðir) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru fagfólk úr tónlistarbransanum og þær geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.

Showcase hátíðir eru gjarnan sóttar af fagfólki á sviði tónlistar; umboðsmönnum, bókurum, plötutgefendum, PR fyrirtækjum, starfsfólki útflutningsskrifstofa og fleirum. Þeim er ýmist boðið á hátíðina af skipuleggjendum eða á eigin vegum til að kynnast öðru fagfólki, en tengsl eru mjög mikilvæg í tónlistargeiranum. Annað sem er frábrugðið við showcase hátíðir er að hægt er að sækja um að koma fram á þeim, oftast á heimasíðu hátíðarinnar, en hefðbundnar hátíðir notast oftast einungis við bókunarskrifstofur og/eða bókunarteymi.

Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready) Athugið að flestar þessar hátíðir eru landlægar, til dæmis eru íslensk tónlistaratriði í forgrunni á Iceland Airwaves, þýsk atriði á Reeperbahn í Hamborg o.s.fr.

Á ráðstefnum sem oft eru haldnar í tengslum við showcase hátíðir er hægt að fræðast um allt það nýjasta í tónlistarbransanum, hlusta á pallborðsumræður um ýmislegt sem tengist geiranum, allt frá tækninýjungum til markaðsmála að spjöllum við tónlistarfólk sem hefur náð góðum árangri og þar fram eftir götunum.

Þau sem hafa áhuga á að sækja um þátttöku eru hvött til að hafa samband við starfsfólk ÚTÓN sem getur veitt ráð við þá mikilvægu undirbúningsvinnu sem er nauðsynleg fyrir slíka umsókn og þátttöku.

Hægt er að sækja um ferða- og markaðsstyrki m.a. hjá Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sjá nánar hér.

Lista yfir faghátíðir sem ÚTÓN mælir með má finna hér:

Næsta hátíð: 21-24. September 2022

Umsóknarfrestur: 23. Júlí 2022

Hvar? Hamborg, Þýskaland

Hversu margir mæta? 37,000

Svið: 70 (50 – 2000 capacity)

Tónlistartegundir:

Indie, popp, rokk, þjóðlagatónlist, hip-hop/rapp, pönk, samtíma, raf, r'n'b/soul, djass

Dæmi um listamenn sem komu fram á Reeperbahn Festival áður en þau sprungu út:

Aurora, Bon Iver, Boys Noize, Crystal Castles, Ed Sheeran, Emiliana Torrini, Gold Panda, Lykke Li, Mac Demarco, TV On The Radio

Íslenskir listamenn á Reeperbahn árið 2019: Hatari, Hugar, Þorsteinn Einarsson og Teitur Magnússon

 
Iceland Music