Making Tracks: Opið fyrir umsóknir
Making Tracks er alþjóðlegt tónlistarverkefni í Bretlandi sem býður átta einstaklingum í tveggja vikna listamannadvöl og tveggja vikna tónleikaferðalag um Bretland. Verkefnið var stofnað til þess að auka aðgang að menningarlega fjölbreyttri tónlist fyrir fólk sem býr í minni borgum Bretlands.
Verkefnið er haldið 19. september til 18. október 2022.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 29. JÚNÍ.
Listamannadvöl í Cove Park við vestur strönd Skotlands:
Á listamannadvölinni fær tónlistarfólk tækifæri að skapa til nýrra samstarfsverkefna og fá starfsráðgjöf frá sérfræðingum í tónlistariðnaðinum.
Tónleikaferðalag:
Eftir listamannadvölina fara þeir átta útvöldu á tónleikaferðalag um Bretland. Tónleikarnir eru 10 og staðirnir sem farið verður á eru bæði litlir og meðalstórir
Dæmi: The North Wall (Oxford), The National Centre for Early Music (York), St George's (Bristol), Firth Hall (Sheffield) og Norwich Arts Centre.
Hverjir geta sótt um?
Tónlistarfólk á aldrinum 19-35 ára
Þau sem skapa tónlist tengda eigin menningu
Þau sem hafa áhuga á að vinna með öðru fólki og stofna til samstarfsverkefna
Tilraunatónlistarfólk sem vinna með soundscape, field recordings og sound art
Umhverfisverndarsinna