Metaðsókn í Útflutningssjóð, sótt um 27.65M í ágúst
Metaðsókn í Útflutningssjóð nú í ágúst, en sótt var um 27.65 milljónir í sjóðinn fyrir ágúst úthlutun og voru lang-flestir að sækja um styrk til markaðssetningar og framleiðslu á kynningarefni.
Styrkur til framleiðslu á kynningarefni er nýr styrkur sem ÚTÓN kynnti á vef sínum í sumar, og fóru Sigtryggur og Sólveig Matthildur frá ÚTÓN í útvarpið, á Rás 1, Rás 2 og Bylgjuna til að gera grein fyrir þessum nýja styrk sem og hvernig ákveðið var að nýta 40M króna innspýtingu frá Menningarmálaráðuneytinu á þennan hátt.
“Útflutningssjóður hefur séð að sú vinna sem þarf að fara fram í markaðssetningu krefst eiginleika og þekkingar sem nær umfram það að semja góða tónlist, þótt hún komi að sjálfsögðu alltaf fyrst. Sólveig Matthildur, tónlistarkona og meðlimur sveitarinnar Kælan Mikla segir að þessi styrkur geti létt mikið á álagi tónlistarfólks: „Þessi vinna að halda úti mörgum virkum miðlum, eins og Instagram o.fl. virkar kannski effortless, en fyrir Kæluna Miklu upplifi ég mjög mikið hversu ekki bara ósýnilegur kostnaður býr þar að baki heldur mjög mikil og tímafrek stragedíuvinna sem og dagleg ábyrgð að viðhalda presens.“
– kemur fram á Vísi
Fyrir úthlutun Útflutningssjóðs nú í ágúst var sótt um 27.650.000 milljónir króna. Veittar voru alls 6.400.000 í ágúst og þá aðallega í markaðsstyrki og styrk til framleiðslu á kynningarefni en alls voru veittar 6.000.000 kr og 400.000 í ferðastyrki.
Þau tónlistarverkefni sem voru styrkt af annaðhvort eða báðum markaðsstyrkjum eru:
Barokkbandið Brák
Benni Hemm Hemm
BSÍ
Ingi Bjarni
Inki
Kristín Sesselja
Guðmundur Steinn Gunnarsson
Sycamore Tree
Enn eru tvær úthlutanir eftir á árinu í þessa styrki, og skulu umsóknir berast FYRIR 1. sept og FYRIR 1. nóv. Fyrir áhugasöm mælum við með að kynna sér vel þær upplýsingar sem eru til á vef ÚTÓN, eins og ráð til að setja saman sterka markaðsáætlun og þægileg sniðmát fyrir fjárhagsáætlun sem hægt er að fylla inn í.
Athugið að mikilvægt er að sækja um hvorn styrkinn fyrir sig ef óskað er eftir að fá sameiginlegan styrk, annars vegar markaðsstyrk og hins vegar styrk til framleiðslu á kynningarefni. Nánari upplýsingar má finna hér >>