Great Escape 2023: opið fyrir umsóknir
SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA TIL AÐ SPILA Á GREAT ESCAPE 2023
The Great Escape býður tónlistarfólki um allan heim velkomin til að sækja um að spila á einni frægustu “showcase” hátíð heims. Hátíðin verður haldin 10.-13.maí árið 2023 í Brighton á Englandi.
Þau sem koma fram munu spila á hinum ýmsu stöðum um borgina eða við ströndina Brighton Beach.
Tónlistartegundir:
Rokk, Alternative, Indie, Punk, Dance, Teknó, Raf og Hip Hop
Meðal fyrri listamanna sem hafa komið fram á The Great Escape eru:
Adele, Stormzy, Ed Sheeran, HAIM, AJ Tracey, Skepta, Charli XCX, Wolf Alice, Dave, Foals, Rag 'n' Bone Man, Lewis Capaldi og margir fleiri!
Hvað er Showcase hátíð?
Showcase hátíðir (e. faghátíðir) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru fagfólk úr tónlistarbransanum og þær geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.
Showcase hátíðir eru gjarnan sóttar af fagfólki á sviði tónlistar; umboðsmönnum, bókurum, plötutgefendum, PR fyrirtækjum, starfsfólki útflutningsskrifstofa og fleirum. Þeim er ýmist boðið á hátíðina af skipuleggjendum eða á eigin vegum til að kynnast öðru fagfólki, en tengsl eru mjög mikilvæg í tónlistargeiranum. Annað sem er frábrugðið við showcase hátíðir er að hægt er að sækja um að koma fram á þeim, oftast á heimasíðu hátíðarinnar, en hefðbundnar hátíðir notast oftast einungis við bókunarskrifstofur og/eða bókunarteymi.
Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready) Athugið að flestar þessar hátíðir eru landlægar, til dæmis eru íslensk tónlistaratriði í forgrunni á Iceland Airwaves, þýsk atriði á Reeperbahn í Hamborg o.s.fr.