ÚTÓN kynnir námskeið í: Efnisgerð á snjallsímum

ÚTÓN stendur fyrir námskeiði í: Efnisgerð á snjallsímum. Þátttakendur vinna að eigin hugmyndum undir handleiðslu reyndra kennara og fá að prófa míkrafóna, ljós og aukahluti sem nýtast við framleiðslu myndefnis. Markmiðið er að auka færni fólks í að markaðssetja tónlistarverkefni alþjóðlega. Þátttakendur geta náð tökum á að gera myndbönd og hvers kyns kynningarefni fyrir samfélagsmiðla.

Read More
Iceland Music
Iceland Music mætir á Jazzahead!

Í þessari viku fer ÚTÓN á Jazzahead ráðstefnuna í Bremen í Þýskalandi í fyrsta skipti síðan 2019, ásamt glæstum hópi Jazztónlistarverkefna, sem verða að kynna sína tónlist og skapa tengingar í Jazzgeiranum á þessari stærstu Jazztónlistar ráðstefnu í evrópu.

Read More
Iceland Music
ÚTÓN á showcase hátíðum í vor

ÚTÓN verður með viðveru á hvorki meira né minna en 7 tónlistarráðstefnum eða ‘showcase hátíðum’ í vor. Hátíðirnar sjö eru: Nordic Folk Alliance, Jazzahead, The Great Escape, Classical:NEXT, Westway LAB og svo tvennir tónleikar Reykjavík Calling sem eru hluti af Taste of Iceland ráðstefnu sem Íslandsstofa skipuleggur í N-Ameríku

Read More
Iceland Music
Hvernig er best að nýta sér erlendar bransahátíðir (e. showcase)?

Fræðslukvöldið ÚTÓN í febrúar var tileinkað showcase hátíðum þar sem bransaaðilar gerðu grein fyrir hvernig má nýta sér hátíðir af þessu tagi. Fyrir þau sem ekki höfðu tök á því að mæta má finna hér samantekt, og svo hefur heimasíða ÚTÓN verið uppfærð með nánari upplýsingum um þær hátíðir sem íslenskt tónlistarfólk hefur sótt í gegnum tíðina.

Read More
Iceland Music
Nantes-Reykjavík vinnudvöl fyrir tónlistarfólk

Vinnudvölin býður útvöldum einstaklingi tækifæri til að skapa tónlist í fullbúnu hljóðveri og æfingarými í 2-3 vikur, án tiltekinna kvaða um endanlega útkomu þeirrar vinnu. Dvölin er jafnframt einstakt tækifæri fyrir viðkomandi til að tengjast tónlistarsenunni í Nantes og þar með Frakklandi, jafnt öðru listafólki sem aðilum úr tónlistariðnaðinum.

Read More
Iceland Music
LA tengslamyndunarferð mars 2022

Hin árlega tengslamyndunarferð NOMEX til Los Angeles fer fram 29.-31. mars næstkomandi. ÚTÓN tekur þátt í verkefninu sem hluti af NOMEX og verða allt að 4 aðilar frá Íslandi valdir til þátttöku. Að þessu sinni verður áherslan á umboðsmenn og get bæði sjálfstætt starfandi umboðsmenn og umboðsfyrirtæki sótt um þátttöku.

Read More
Bryndís Jónatansdóttir
Tónabíó – Dagskrá

ÚTÓN, STEF, ÍSLANDSSTOFA, TÓNLISTARBORGIN REYKJAVÍK, SÍK, KMÍ og RIFF kynna Tónabíó, málþing um tónlist í kvikmyndum í Norræna Húsinu, þar sem framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum verður í fókus, þar sem sífellt stærri verkefni eru nú framleidd héðan.

Read More
Iceland Music