ÚTÓN stendur fyrir námskeiði í: Efnisgerð á snjallsímum. Þátttakendur vinna að eigin hugmyndum undir handleiðslu reyndra kennara og fá að prófa míkrafóna, ljós og aukahluti sem nýtast við framleiðslu myndefnis. Markmiðið er að auka færni fólks í að markaðssetja tónlistarverkefni alþjóðlega. Þátttakendur geta náð tökum á að gera myndbönd og hvers kyns kynningarefni fyrir samfélagsmiðla.
Read MoreÍ þessari viku fer ÚTÓN á Jazzahead ráðstefnuna í Bremen í Þýskalandi í fyrsta skipti síðan 2019, ásamt glæstum hópi Jazztónlistarverkefna, sem verða að kynna sína tónlist og skapa tengingar í Jazzgeiranum á þessari stærstu Jazztónlistar ráðstefnu í evrópu.
Read MoreÚTÓN verður með viðveru á hvorki meira né minna en 7 tónlistarráðstefnum eða ‘showcase hátíðum’ í vor. Hátíðirnar sjö eru: Nordic Folk Alliance, Jazzahead, The Great Escape, Classical:NEXT, Westway LAB og svo tvennir tónleikar Reykjavík Calling sem eru hluti af Taste of Iceland ráðstefnu sem Íslandsstofa skipuleggur í N-Ameríku
Read MoreLeifur Björnsson hefur hafið störf hjá ÚTÓN sem verkefnastjóri og tölvurýnir.
Read MoreÚTÓN heldur úti 18 lagalistum undir vörumerki ‘Iceland Music’ með samtals yfir 40.000 fylgjendur. Markmiðið er að auðvelda aðgengi erlendra hlustenda að íslenskri tónlist. Svona færð þú þitt lag þar inn.
Read MoreNordic Folk Alliance, tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðavettvangur fyrir norrænt þjóðlagatónlistarfólk sem haldin er í Gautaborg í apríl. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Svavar Knútur, Blood Harmony og Umbra.
Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn.
Read MoreFræðslukvöldið ÚTÓN í febrúar var tileinkað showcase hátíðum þar sem bransaaðilar gerðu grein fyrir hvernig má nýta sér hátíðir af þessu tagi. Fyrir þau sem ekki höfðu tök á því að mæta má finna hér samantekt, og svo hefur heimasíða ÚTÓN verið uppfærð með nánari upplýsingum um þær hátíðir sem íslenskt tónlistarfólk hefur sótt í gegnum tíðina.
Read MoreÚTÓN sendir þakkir frá Samráðshópi tónlistariðnaðarins til stjórnvalda.
Read MoreFyrsta mánaðarlega fræðslukvöld ÚTÓN var haldið á Zoom nýlega. Þar var farið yfir hvar er best að finna upplýsingar til að undirbúa sig undir útflutning fyrir árið 2022 miðað við hvar þitt verkefni er statt og svo hvernig má nýta sér Iceland Music vettvanginn.
Read MoreVinnudvölin býður útvöldum einstaklingi tækifæri til að skapa tónlist í fullbúnu hljóðveri og æfingarými í 2-3 vikur, án tiltekinna kvaða um endanlega útkomu þeirrar vinnu. Dvölin er jafnframt einstakt tækifæri fyrir viðkomandi til að tengjast tónlistarsenunni í Nantes og þar með Frakklandi, jafnt öðru listafólki sem aðilum úr tónlistariðnaðinum.
Read MoreHin árlega tengslamyndunarferð NOMEX til Los Angeles fer fram 29.-31. mars næstkomandi. ÚTÓN tekur þátt í verkefninu sem hluti af NOMEX og verða allt að 4 aðilar frá Íslandi valdir til þátttöku. Að þessu sinni verður áherslan á umboðsmenn og get bæði sjálfstætt starfandi umboðsmenn og umboðsfyrirtæki sótt um þátttöku.
Read MoreÞess vegna langar okkur að bjóða ykkur í tónlistarbransanum hér heima kynningu á hvernig má nýta þann vettvang sem byggður hefur verið upp í vörumerkinu Iceland Music, sem flokkast að mestu leyti í þrennt: fréttabréf og samfélagsmiðlar, lagalistar á Spotify, og svo Gigs Abroad sem verður formlega sett aftur í loftið!
Read MoreVið hjá ÚTÓN þökkum ykkur öllum og samstarfsaðilum okkar fyrir það ár sem var að líða, og tökum nýju ári fagnandi.
Read MoreAuka úthlutun ársins á markaðsstyrkjum úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar fór fram á dögunum. Alls nam úthlutinin 3.25 milljónum króna yfir bæði ferða- og markaðsstyrki.
Read MoreUmsóknarfrestur er til 16. janúar.
Read MoreNú þegar tónlistarverkefni er aftur farin að komast út í heim aftur, hefur Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar svigrúm til að veita auka úthlutun í markaðsstyrki fyrir í desember úthlutun sinni.
Read MoreFjórða úthlutun ársins á markaðsstyrkjum úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar fór fram á dögunum. Alls nam úthlutinin 3 milljónum króna yfir bæði ferða- og markaðsstyrki.
Read MoreÚTÓN, STEF, ÍSLANDSSTOFA, TÓNLISTARBORGIN REYKJAVÍK, SÍK, KMÍ og RIFF kynna Tónabíó, málþing um tónlist í kvikmyndum í Norræna Húsinu, þar sem framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum verður í fókus, þar sem sífellt stærri verkefni eru nú framleidd héðan.
Read MoreÚTÓN leitar að íslenskum tónlistarfyrirtækjum til að taka þátt í Trade Mission Ja Ja Ja í London í Nóvember. Ferðastyrkir í boði fyrir þau verkefni sem verða valin.
Read More